Þýsk alþýðufræði á prent 24. júlí 2008 06:00 Hver veit nema bókaútgáfa Wikipediu verði til í bókahillum flestra þýskra heimila innan nokkurra mánaða. Allt frá upphafi uppgangs rafrænna miðla hafa reglulega heyrst raddir sem halda því fram að nýju miðlarnir muni ganga af bókinni dauðri. Fáir miðlar hafa þó vakið eins mikla skelfingu hjá bókaunnendum eins og veraldarvefurinn, enda býður hann upp á ógrynni af ókeypis lesefni. Ekki síst hafa útgefendur alfræðirita verið uggandi vegna vefsíðunnar Wikipediu sem býður notendum sínum upp á fróðleiksmola, misáreiðanlega að vísu, um allt og ekkert. Bölsýnismenn hafa spáð fyrir um gríðarlegan samdrátt í sölu alfræðirita á næstu árum, sem myndi svo á endanum leiða til þess að alfræðirit hættu með öllu að koma út og almenningur myndi í kjölfarið ráfa um alla eilífð í eyðimörk fáfræði og sinnuleysis. Svo fer þó ekki ef þýska Wikipediu-síðan fær einhverju um það ráðið. Í september kemur nefnilega út þar í landi ógurlegur doðrantur á pappír sem inniheldur 50.000 algengustu Wikipediu-leitarfærslurnar. Með útgáfunni vill þýskur hluti Wikipedia, fyrirtækisins sem heldur utan um rekstur Wikipediu, reyna að ná til þess hóps sem ekki notar veraldarvefinn sér til upplýsingaöflunar. Vefsíðan Wikipedia gerir notendum sínum kleift að bæta við og breyta færslum og hefur því stundum verið gagnrýnd fyrir ónákvæmni. Prentaða útgáfan inniheldur þó aðeins færslur og staðreyndir sem hafa verið kannaðar ofan í kjölinn af fræðimönnum og því ætti að vera óhætt að treysta þeim fróðleik sem í henni leynist. Þar sem innihald bókarinnar byggist á 50.000 algengustu leitarfærslum þýskra Wikipediu-notenda má leiða líkur að því að það verði með nokkuð öðru sniði en tíðkast gjarnan í alfræðiritum. Til að mynda verður gerð góð grein fyrir sjónvarpsþáttunum House með Hugh Laurie í aðalhlutverki, en þættirnir njóta mikilla vinsælda í Þýskalandi. Einnig verður fjallað ítarlega um Cörlu Bruni, eiginkonu franska forsetans Nicholas Sarkozy, og leikjatölvuna Playstation 3. Eflaust sýnist sitt hverjum um innihald þessa fræðirits, en svo mikið er víst að bókin gefur nokkuð glögga mynd af helstu áhugamálum þýskra tölvunotenda á seinni hluta fyrsta áratugs 21. aldarinnar. Fréttir af útgáfu vefsíðunnar á bókarformi hafa eðlilega vakið töluverða athygli í Þýskalandi, ekki síst þar sem útgefendur Brockhaus-alfræðiritsins, virtasta og vinsælasta alfræðirits Þýskalands til þessa, tilkynntu nýverið að fljótlega yrði opnuð vefsíða þar sem nálgast mætti ritið á tölvutæku formi. Þannig færir vefurinn sig á prent á sama tíma og prentið færir sig á vefinn. Hringrás miðlunar er sannarlega endalaus. - vþ Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Allt frá upphafi uppgangs rafrænna miðla hafa reglulega heyrst raddir sem halda því fram að nýju miðlarnir muni ganga af bókinni dauðri. Fáir miðlar hafa þó vakið eins mikla skelfingu hjá bókaunnendum eins og veraldarvefurinn, enda býður hann upp á ógrynni af ókeypis lesefni. Ekki síst hafa útgefendur alfræðirita verið uggandi vegna vefsíðunnar Wikipediu sem býður notendum sínum upp á fróðleiksmola, misáreiðanlega að vísu, um allt og ekkert. Bölsýnismenn hafa spáð fyrir um gríðarlegan samdrátt í sölu alfræðirita á næstu árum, sem myndi svo á endanum leiða til þess að alfræðirit hættu með öllu að koma út og almenningur myndi í kjölfarið ráfa um alla eilífð í eyðimörk fáfræði og sinnuleysis. Svo fer þó ekki ef þýska Wikipediu-síðan fær einhverju um það ráðið. Í september kemur nefnilega út þar í landi ógurlegur doðrantur á pappír sem inniheldur 50.000 algengustu Wikipediu-leitarfærslurnar. Með útgáfunni vill þýskur hluti Wikipedia, fyrirtækisins sem heldur utan um rekstur Wikipediu, reyna að ná til þess hóps sem ekki notar veraldarvefinn sér til upplýsingaöflunar. Vefsíðan Wikipedia gerir notendum sínum kleift að bæta við og breyta færslum og hefur því stundum verið gagnrýnd fyrir ónákvæmni. Prentaða útgáfan inniheldur þó aðeins færslur og staðreyndir sem hafa verið kannaðar ofan í kjölinn af fræðimönnum og því ætti að vera óhætt að treysta þeim fróðleik sem í henni leynist. Þar sem innihald bókarinnar byggist á 50.000 algengustu leitarfærslum þýskra Wikipediu-notenda má leiða líkur að því að það verði með nokkuð öðru sniði en tíðkast gjarnan í alfræðiritum. Til að mynda verður gerð góð grein fyrir sjónvarpsþáttunum House með Hugh Laurie í aðalhlutverki, en þættirnir njóta mikilla vinsælda í Þýskalandi. Einnig verður fjallað ítarlega um Cörlu Bruni, eiginkonu franska forsetans Nicholas Sarkozy, og leikjatölvuna Playstation 3. Eflaust sýnist sitt hverjum um innihald þessa fræðirits, en svo mikið er víst að bókin gefur nokkuð glögga mynd af helstu áhugamálum þýskra tölvunotenda á seinni hluta fyrsta áratugs 21. aldarinnar. Fréttir af útgáfu vefsíðunnar á bókarformi hafa eðlilega vakið töluverða athygli í Þýskalandi, ekki síst þar sem útgefendur Brockhaus-alfræðiritsins, virtasta og vinsælasta alfræðirits Þýskalands til þessa, tilkynntu nýverið að fljótlega yrði opnuð vefsíða þar sem nálgast mætti ritið á tölvutæku formi. Þannig færir vefurinn sig á prent á sama tíma og prentið færir sig á vefinn. Hringrás miðlunar er sannarlega endalaus. - vþ
Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira