Innlent

Hestur aflífaður eftir að hafa lent fyrir bíl

Hestur meiddist mikið þegar hann hljóp fyrir bíl á Skeiðavegi á móts við Brautarholt laust eftir miðnætti.

Dýralæknir var kallaður á vettvang og í samráði við hann var hesturinn aflífaður á staðnum.

Fjórar manneskjur, sem voru í bílnum, sluppu ómeiddar,en bíllinn stór skemmdist og er óökufær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×