HÍ áminnir Hannes ekki fyrir ritstuld 3. apríl 2008 18:59 Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxnes er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Hún telur sig hins vegar ekki geta áminnt Hannes vegna þess. Þetta kemur fram í bréfi sem Kristín hefur sent Hannesi vegna dóms Hæstaréttar fyrir skömmu. Í bréfinu kemur fram að það sé mat rektors að brotið verðskuldi áminningu. En vegna þess stranga lagaramma sem skólanum er gert að fylgja, ásamt því að fjögur ár eru liðin frá því að brotið átti sér stað, telur rektor hins vegar að háskólinn hafi ekki lagalegt svigrúm til að veita áminningu með tilsvarandi réttaráhrifum. Niðurstaða málsins er því að í bréfinu til Hannesar átelur rektor vinnubrögð hans og gerir þá kröfu að þau verði ekki endurtekin. Í bréfinu segir Kristín að dómurinn Hæstaréttar sé staðfesting þess að Hannes hafi sýnt af sér óvandvirkni í starfi sem teljist ósæmileg og ósamrýmanleg þeim kröfum sem Háskóli Íslands geri til akademískra starfsmanna sinna. "Málið sem hér um ræðir er einstakt, þar sem vinnubrögð starfsmanns hafa rýrt traust skólans," segir rektor sem hefur sett af stað vinnu innan skólans um setningu starfsreglna þar sem meðal annars verður tekið á þeim álitaefnum sem hafa komið upp í tengslum við mál Hannesar til að fyrirbyggja að mál af þessu tagi komi upp aftur. Forsaga málsins er sú að fimmtudaginn 13. mars fann Hæstiréttur Íslands Hannes sekan um brot gegn höfundarétti ekkju Halldórs Kiljans Laxness á verkum hans. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað Hannes af ákærunni en Hæstiréttur sakfelldi fyrir brot á u.þ.b. tveimur þriðju ákæruliðanna með þeim rökstuðningi að hann hefði nýtt sér texta skáldsins ýmist lítið breyttan eða nokkuð breyttan en haldið stíleinkennum og notað um leið einstakar setningar og setningarbrot lítt breytt og án þess að vísa til heimildar. Var Hannes dæmdur til greiðslu samtals 3.100.000 kr. í skaðabætur og málskostnað. Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Sjá meira
Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxnes er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Hún telur sig hins vegar ekki geta áminnt Hannes vegna þess. Þetta kemur fram í bréfi sem Kristín hefur sent Hannesi vegna dóms Hæstaréttar fyrir skömmu. Í bréfinu kemur fram að það sé mat rektors að brotið verðskuldi áminningu. En vegna þess stranga lagaramma sem skólanum er gert að fylgja, ásamt því að fjögur ár eru liðin frá því að brotið átti sér stað, telur rektor hins vegar að háskólinn hafi ekki lagalegt svigrúm til að veita áminningu með tilsvarandi réttaráhrifum. Niðurstaða málsins er því að í bréfinu til Hannesar átelur rektor vinnubrögð hans og gerir þá kröfu að þau verði ekki endurtekin. Í bréfinu segir Kristín að dómurinn Hæstaréttar sé staðfesting þess að Hannes hafi sýnt af sér óvandvirkni í starfi sem teljist ósæmileg og ósamrýmanleg þeim kröfum sem Háskóli Íslands geri til akademískra starfsmanna sinna. "Málið sem hér um ræðir er einstakt, þar sem vinnubrögð starfsmanns hafa rýrt traust skólans," segir rektor sem hefur sett af stað vinnu innan skólans um setningu starfsreglna þar sem meðal annars verður tekið á þeim álitaefnum sem hafa komið upp í tengslum við mál Hannesar til að fyrirbyggja að mál af þessu tagi komi upp aftur. Forsaga málsins er sú að fimmtudaginn 13. mars fann Hæstiréttur Íslands Hannes sekan um brot gegn höfundarétti ekkju Halldórs Kiljans Laxness á verkum hans. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað Hannes af ákærunni en Hæstiréttur sakfelldi fyrir brot á u.þ.b. tveimur þriðju ákæruliðanna með þeim rökstuðningi að hann hefði nýtt sér texta skáldsins ýmist lítið breyttan eða nokkuð breyttan en haldið stíleinkennum og notað um leið einstakar setningar og setningarbrot lítt breytt og án þess að vísa til heimildar. Var Hannes dæmdur til greiðslu samtals 3.100.000 kr. í skaðabætur og málskostnað.
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent