Innlent

Mótmælum við fjármálaráðuneytið lokið

Mótmælum bifreiðstjóra við fjármálaráðuneytið, sem hófust um klukkan tólf í dag, er nú að ljúka og eru bílstjórar að hverfa á brott. Til lítilsháttar stympinga kom á milli lögreglunnar og eins bifreiðastjóra þegar sá síðarnefndi vildi komast inn í fjármálaráðuneytið í miðjum mótmælum.

Pétur Guðmundsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að skoðað verði hvort lögreglan muni grípa til aðgerða gegn vöruflutningabílstjórum, en með aðgerðum sínum hafa bílstjórar truflað umferð víðsvegar á landinu í heila viku. Í hádegisviðtali Stöðvar 2, sem var sent beint frá ráðuneytinu, kom fram að lögreglan hefði skráð niður upplýsingar um mótmælendur og ákveðið yrði hvað yrði gert við þær.

Frá ráðuneytinu fengust þær upplýsingar að þar inni væri ekki vinnufriður vegna mótmæla. Til dæmis væri ekki hægt að svara í síma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×