Innlent

Orkuveitan selur gömul líkamsræktartæki

Orkuveita Reykjavíkur er að selja notuð líkamsræktartæki.
Orkuveita Reykjavíkur er að selja notuð líkamsræktartæki. MYND/GVA

Orkuveita Reykjavíkur auglýsir til sölu í Morgunblaðinu í dag fjöldan allan af líkamsræktartækjum. Um er að ræða gömul tæki sem fyritækið keypti notuð þegar nýja húsið var tekið í notkun.

„Þegar við fluttum yfir í núverandi húsnæði var gert ráð fyrir líkamsræktaraðstöðu og voru keypt notuð tæki. Síðan var gerður þjónustusamningur við World Class sem sá um aðstöðuna. Fyrir nokkru tók World Class alfarið við rekstri stöðvarinnar og ákvað þá að setja sín líkamsræktartæki inn," segir Sigrún A. Ámundadóttir hjá Orkuveitu Reykjavíkur en í kjölfarið voru gömlu tækin auglýst.

Sigrún segir að tækin séu mörg hver komin til ára sinna. „Það hefur aðallega verið spurt um þessi af landsbyggðinni. Við landsbyggðarfólk gerum kannski minni kröfur en Reykvíkingar," segir Sigrún, sem býr á Akranesi, og áréttar að þetta sé eingöngu hennar skoðun.

Tækin verða seld í einum pakka og því geta einstaklingar ekki nælt sér í einstök tæki en listinn er nokkuð langur. Þar má sjá kálfavél, fótakreppur, kviðvélar og tvo ljósabekki.

„Nei einstaklingar geta ekki nælt sér í ljósabekk hjá okkur. Það er bara annaðhvort allt eða ekkert."Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.