Innlent

Björguðu illa höldnum ketti í íbúð á Akranesi

Kötturinn á myndinni tengist fréttinni ekki.
Kötturinn á myndinni tengist fréttinni ekki. MYND/GVA

Lögregla á Akranesi kom illa höldnum ketti til aðstoðar á dögunum eftir því sem segir í dagbók hennar.

Þannig var að íbúi í fjölbýlishúsi hafði samband við lögreglu og kvaðst hann vera búinn að heyra mjálm og kvein kattar í fleiri daga inni í mannlausri íbúð.

Lögreglumenn fóru á vettvang og björguðu ketti sem virðist hafa verið skilinn eftir í íbúðinni. Var hann orðinn grindhoraður og illa haldinn að sögn lögreglu. Farið var með köttinn á lögreglustöð þar sem hann þáði veitingar og síðan tók dýraeftirlitsmaður við honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×