Innlent

Slasaðist í dínamítsprengingu í Hveragerði

Töluverð sprenging varð að sögn lögreglunnar á Selfossi.
Töluverð sprenging varð að sögn lögreglunnar á Selfossi. MYND/Hari

Karlmaður sem var við vinnu á byggingarsvæði í Hveragerði í gær slasaðist á hendi þegar dínamít sem hann var að vinna með sprakk skyndilega. Maðurinn er ekki alvarlega slasaður að sögn lögreglunnar á Selfossi en töluverð sprenging varð.

Slysið varð á nýbyggingarsvæði í Hveragerði en verktakar hafa verið að sprengja berg þar undanfarið. Maðurinn sem var með bor framan á vinnuvél fer síðan í dínamítleifar sem voru eftir á berginu með fyrrgreindum afleiðingum. Að sögn lögreglunnar kom nokkur hvellur og töluvert högg.

Málið fer í skoðun bæði hjá lögreglunni og eins komu aðilar frá vinnueftirlitinu á staðinn í gær og munu þeir skoða málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×