Innlent

Ríkisstjórnin gerir ekkert nema panta sér einkaþotu

Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins.

„Forsætisráðherra hélt blaðamannafund og lýsti þar yfir að ekki væri ástæða til þess að gera nokkuð og pantaði sér einkaþotu til þess að skjótast niður til Evrópu" skrifar Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins á heimasíðu sína í gær.

Vísir hafði samband við Guðmund til þess að fá viðbrögð við utanlandsferð Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrunar en þau fór í morgun á Natófund í Búkarest í einkaþotu.

Guðmundur vildi ekki tjá sig en vísaði í skrif sín á síðunni. Þar segir einnig:

„Aðstoðarmaður ráðherra segir það kosti ekkert. En Vísir reiknaði út 6 millj. kr. eða nákvæmlega jafnmikið og eftirlaunafrumvarpið átti að kosta," skrifar Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×