Innlent

Enn óvissa um framtíð Jóhanns lögreglustjóra

Framtíð Jóhanns R. Benediktssonar sem lögreglustjóra mun ráðast á næstu vikum.
Framtíð Jóhanns R. Benediktssonar sem lögreglustjóra mun ráðast á næstu vikum.

Heimildir Vísis herma að enn ríki fullkomin óvissa um framtíð Jóhanns R. Benediktssonar í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum. Boðað hefur verið að lögreglu- og tollembættin verði skilin í sundur við litla hrifningu lögreglu- og tollgæslumanna á Suðurnesjum.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýsti því yfir í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöld að hann vissi ekki til annars en að Jóhann yrði áfram lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Heimildir Vísis herma að þetta sé töluverð einföldun hjá Birni. Jóhann hefur lýst yfir í fjölmiðlum að hann muni ekki taka þátt í því að saga í sundur það viðkvæma gangverk sem haft hafi verið fyrir að sjóða saman á undanförnum árum. Á hann þar við samvinnu lögreglu og tollgæslu sem hefur verið til mikillar fyrirmyndar, til að mynda í Leifsstöð.

Í bréfi sem Jóhann sendi starfsfólki sínu í gær kom fram að hafinn væri vinna við að finna út leiðir til að takast á við þau vandamál sem blasa við eftir að ákveðið var tollgæslan myndi flytjast yfir til fjármálaráðuneytsins. Þeirri vinnu er ætlaður skammur tími og mun framtíð Jóhanns væntanlega ráðast er þeirri vinnu lýkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×