Innlent

Hafnarfjarðarvegur lokaður við lækinn í Kópavogi

Vörubílstjórar hafa haldið skærum sínum áfram í morgun. Þeir lokuðu Hafnarfjarðarveginum við lækinn í Kópavogi og miklar tafir hafa skapist hjá fólki sem var á leið í vinnu úr Hafnarfirði og Garðabæ.

Lögregla sagði ekki liggja fyrir hve lengi bílstjórarnir ætluðu að teppa umferðina á Hafnarfjarðarveginum en að það skýrðist á næstu mínútum. Hún bendir fólki á að reyna að velja sér aðrar leiðir í vinnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×