Segja ekki komin fram góð rök fyrir breytingu á Suðurnesjum 1. apríl 2008 14:37 MYND/GVA Þrír þingmenn Samfylkingarinnar, þeir Lúðvík Bergvinsson, Árni Páll Árnason og Helgi Hjörvar, lýstu allir yfir efasemdum um fyrirhugaðar breytingar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Veigamikil rök þyrfti að breyta því sem gengi vel og slík rök væru ekki komin fram. Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar og vakti ahygli á orðum Lúðvíks Bergvinssonar, þingflokksformanns Alþingis, á þingi í gær. Þar hefði Lúðvík lýst því yfir að hann hefði miklar efasemdir um að skipta upp tolli og lögreglu á Suðurnesjum eins og dómsmálaráðherra hefði áform um. Sagði Siv að þessar breytingar kölluðu á lagabreytingar og gagnrýndi hún Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fyrir að leyfa sér að tilkynna það á heimasíðu að breyta ætti embættinu á Suðurnesjum. Spurði hún Lúðvík hvort innistæða væri fyrir yfirlýsingum hans í gær og hvort Samfylkingin myndi styðja lagabreytingar um aðskilnað tolls og lögreglu. Lúðvík sagði mestu skipta að lögregla fengi vinnufrið til þess að vinna sína vinnu og berjast við glæpamenn. Sagði hann alveg ljóst að það hefðu ekki verið nein vandræði hjá lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum heldur hefði því gengið vel og embættið meðal annars verið verðlaunað. „Það er því alveg ljóst að það þarf veigamikil rök til þess að breyta fyrirkomulagi sem hefur gefist vel," sagði Lúðvík. Enn fremur sagðist hann sannfærður um það að í dag væru samlegðaráhrif af því að tollur og lögregla heyrðu undir sama mann, bæði fjárhagslega og faglega. Í samræmi við stefnu sem var mörkuð Birgir Ármansson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ljóst að þau áform sem dómsmálaráðherra hefði gert grein fyrir gengju út á að færa stjórnsýslu mála í það horf sem stjórnsýsla mála væri almennt í landinu. Þetta væri í samræmi við stefnu sem mörkuð hefði verið við brottför varnarliðsins. Sagði hann breytingarnar á Suðurnesjum ekki útiloka áframhaldandi samstarf tolls og lögreglu. Fjárheimildir lögregluembættisins á Suðurnesjum hefðu ekki verið í samræmi við rekstrarútgjöld og mikilvægt væri að taka á því. Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, tók undir gagnrýni Sivjar vegna tilkynningar dómsmálaráðherra. Sagði hann ráðherra koma fram við Alþingi eins og hann stjórnaði því einn. Til stæði að skipta sýslumannsembættinu í þrjár eða jafnvel fjórar einingar og slíkt hlyti að verða dýrara en núverandi rekstur. Óskar eftir fundi í Suðurkjördæmi vegna málsins Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist hafa skrifað Árna Mathiesen, fyrsta þingmanni Suðurkjördæmis, bréf vegna málsins. Þar væri farið fram á fund með öllum þingmönnum kjördæmisins þar sem rætt yrði við lögreglustjórann á Suðurnesjum og bæjarstjórn Reykjaness um þessar breytingar. Hér væri stórt mál á ferðinni og hann grunaði að maðkur væri í mysunni. Benti Guðni á að lögregluembættið á Suðurnesjum hefði vakið þjóðarathygli fyrir vinnu sína gegn fíkniefninnflutningi. Mikilvægt væri að standa vörð um starfið suður með sjó og að lögreglustjórinn yrði ekki hrakinn frá því mikla starfi sem hann hefði unnið. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á að nú reyndi mjög á löggæslu á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Fólk óttaðist að vera eitt á ferð í miðborginni og fleiri og fleiri kynnu sögur af fíkniefnamisferli í nærumhverfi sínu. Sagði hann mestu máli skipta að hrófla ekki við því sem vel væri gert og benti á að lögregluembættið á Suðurnesjum hefði skilað góðum árangri. Kallaði hann eftir faglegum rökum fyrir ákvörðun um aðskilnað tolls og lögreglu og sagði að þau rök sem lögð hefðu verið fram ekki tæk. Björk Guðjónsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir með þingmönnum að góður árangur hefði náðst á Suðurnesjum en sagði að ef málið væri skoðað nánar þá væri verið að færa stjórnsýsluna að sama hætti og annars staðar á landinu. Fyrirkomulagið væri arfur frá tíma varnarliðsins og eðilegt væri að endurskoða fyrirkomulagið ef hlutir gengju ekki upp eins og ætlað væri. Sagði hún það álit manna að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefði staðið sig vel í starfi og hún vonaði að lögregla nyti áfram krafta hans. Slegist í beinni útsendingu Siv Friðleifsdóttir vakti í annarri ræðu sinni athygli á því að það væru slagsmál í beinni útsendingu milli Sjálfstæðismanna og Samfylkingarfólks. Ítrekaði hún spurningu sína til þingmanna Samfylkingarinnar hvort þeir hygðust samþykkja breytingar á lögum eða ekki. Ef þeir myndu gefa eftir hefði Björn Bjarnason unnið málið algerlega. Þá minnti hún Lúðvík Bergvinsson á það að það væri afar hættulegt að gefa falskar vonir í máli sem þessu. Breytingar verða undantekning frá meginreglu Lúðvík kom aftur í pontu og sagðist hafa gert grein fyrir því að hann hefði mjög miklar efasemdir um breytingarnar og að það þyrfti allt önnur rök en komið hefðu fram í málinu. Þá benti hann á að í landinu væri meginreglan sú að einn maður færi með stjórn lögreglu og tolls, ef undan væri skilið höfuðborgarsvæðið. Breytingin á Suðurnesjum væri þá undantekning frá meginreglu í landinu. Það þyrfti því veigamikil rök til breytinga, sérstaklega þar sem starf lögreglunnar á Suðurnesjum væri farsælt. Ef málið snerist um það að færa til framlög á fjárlögum þyrfti engar lagabreytingar, það væri mjög einfalt að gera breytingar á fjárlögum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkinginnar, tók undir með Lúðvík og Árna Páli um að lögreglan á Suðurnesjum hefði náð gríðarlega góðum árangri í málaflokki sem allir hefðu áhyggjur af, það er fíkniefnasmygli. Þegar aðilar næðu góðum árangri þyrfti veigamiklar röksemdir til þess að ráðast í breytingar en þær röksemdir væru ekki komnar fram. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
Þrír þingmenn Samfylkingarinnar, þeir Lúðvík Bergvinsson, Árni Páll Árnason og Helgi Hjörvar, lýstu allir yfir efasemdum um fyrirhugaðar breytingar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Veigamikil rök þyrfti að breyta því sem gengi vel og slík rök væru ekki komin fram. Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar og vakti ahygli á orðum Lúðvíks Bergvinssonar, þingflokksformanns Alþingis, á þingi í gær. Þar hefði Lúðvík lýst því yfir að hann hefði miklar efasemdir um að skipta upp tolli og lögreglu á Suðurnesjum eins og dómsmálaráðherra hefði áform um. Sagði Siv að þessar breytingar kölluðu á lagabreytingar og gagnrýndi hún Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fyrir að leyfa sér að tilkynna það á heimasíðu að breyta ætti embættinu á Suðurnesjum. Spurði hún Lúðvík hvort innistæða væri fyrir yfirlýsingum hans í gær og hvort Samfylkingin myndi styðja lagabreytingar um aðskilnað tolls og lögreglu. Lúðvík sagði mestu skipta að lögregla fengi vinnufrið til þess að vinna sína vinnu og berjast við glæpamenn. Sagði hann alveg ljóst að það hefðu ekki verið nein vandræði hjá lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum heldur hefði því gengið vel og embættið meðal annars verið verðlaunað. „Það er því alveg ljóst að það þarf veigamikil rök til þess að breyta fyrirkomulagi sem hefur gefist vel," sagði Lúðvík. Enn fremur sagðist hann sannfærður um það að í dag væru samlegðaráhrif af því að tollur og lögregla heyrðu undir sama mann, bæði fjárhagslega og faglega. Í samræmi við stefnu sem var mörkuð Birgir Ármansson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ljóst að þau áform sem dómsmálaráðherra hefði gert grein fyrir gengju út á að færa stjórnsýslu mála í það horf sem stjórnsýsla mála væri almennt í landinu. Þetta væri í samræmi við stefnu sem mörkuð hefði verið við brottför varnarliðsins. Sagði hann breytingarnar á Suðurnesjum ekki útiloka áframhaldandi samstarf tolls og lögreglu. Fjárheimildir lögregluembættisins á Suðurnesjum hefðu ekki verið í samræmi við rekstrarútgjöld og mikilvægt væri að taka á því. Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, tók undir gagnrýni Sivjar vegna tilkynningar dómsmálaráðherra. Sagði hann ráðherra koma fram við Alþingi eins og hann stjórnaði því einn. Til stæði að skipta sýslumannsembættinu í þrjár eða jafnvel fjórar einingar og slíkt hlyti að verða dýrara en núverandi rekstur. Óskar eftir fundi í Suðurkjördæmi vegna málsins Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist hafa skrifað Árna Mathiesen, fyrsta þingmanni Suðurkjördæmis, bréf vegna málsins. Þar væri farið fram á fund með öllum þingmönnum kjördæmisins þar sem rætt yrði við lögreglustjórann á Suðurnesjum og bæjarstjórn Reykjaness um þessar breytingar. Hér væri stórt mál á ferðinni og hann grunaði að maðkur væri í mysunni. Benti Guðni á að lögregluembættið á Suðurnesjum hefði vakið þjóðarathygli fyrir vinnu sína gegn fíkniefninnflutningi. Mikilvægt væri að standa vörð um starfið suður með sjó og að lögreglustjórinn yrði ekki hrakinn frá því mikla starfi sem hann hefði unnið. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á að nú reyndi mjög á löggæslu á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Fólk óttaðist að vera eitt á ferð í miðborginni og fleiri og fleiri kynnu sögur af fíkniefnamisferli í nærumhverfi sínu. Sagði hann mestu máli skipta að hrófla ekki við því sem vel væri gert og benti á að lögregluembættið á Suðurnesjum hefði skilað góðum árangri. Kallaði hann eftir faglegum rökum fyrir ákvörðun um aðskilnað tolls og lögreglu og sagði að þau rök sem lögð hefðu verið fram ekki tæk. Björk Guðjónsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir með þingmönnum að góður árangur hefði náðst á Suðurnesjum en sagði að ef málið væri skoðað nánar þá væri verið að færa stjórnsýsluna að sama hætti og annars staðar á landinu. Fyrirkomulagið væri arfur frá tíma varnarliðsins og eðilegt væri að endurskoða fyrirkomulagið ef hlutir gengju ekki upp eins og ætlað væri. Sagði hún það álit manna að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefði staðið sig vel í starfi og hún vonaði að lögregla nyti áfram krafta hans. Slegist í beinni útsendingu Siv Friðleifsdóttir vakti í annarri ræðu sinni athygli á því að það væru slagsmál í beinni útsendingu milli Sjálfstæðismanna og Samfylkingarfólks. Ítrekaði hún spurningu sína til þingmanna Samfylkingarinnar hvort þeir hygðust samþykkja breytingar á lögum eða ekki. Ef þeir myndu gefa eftir hefði Björn Bjarnason unnið málið algerlega. Þá minnti hún Lúðvík Bergvinsson á það að það væri afar hættulegt að gefa falskar vonir í máli sem þessu. Breytingar verða undantekning frá meginreglu Lúðvík kom aftur í pontu og sagðist hafa gert grein fyrir því að hann hefði mjög miklar efasemdir um breytingarnar og að það þyrfti allt önnur rök en komið hefðu fram í málinu. Þá benti hann á að í landinu væri meginreglan sú að einn maður færi með stjórn lögreglu og tolls, ef undan væri skilið höfuðborgarsvæðið. Breytingin á Suðurnesjum væri þá undantekning frá meginreglu í landinu. Það þyrfti því veigamikil rök til breytinga, sérstaklega þar sem starf lögreglunnar á Suðurnesjum væri farsælt. Ef málið snerist um það að færa til framlög á fjárlögum þyrfti engar lagabreytingar, það væri mjög einfalt að gera breytingar á fjárlögum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkinginnar, tók undir með Lúðvík og Árna Páli um að lögreglan á Suðurnesjum hefði náð gríðarlega góðum árangri í málaflokki sem allir hefðu áhyggjur af, það er fíkniefnasmygli. Þegar aðilar næðu góðum árangri þyrfti veigamiklar röksemdir til þess að ráðast í breytingar en þær röksemdir væru ekki komnar fram.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira