Innlent

Funda með viðskiptaráðherra um aðgerðir í verðlagsmálum

Fulltrúar ASÍ, Neytendastofu og Neytendasamtakanna ganga á fund Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra klukkan ellefu þar sem ræða á verðhækkanir í samfélaginu.

Að sögn Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neyendasamtakanna er fundurinn haldinn að frumkvæði ráðherra. „Málið snýst um það sem er að gerast í samfélaginu, þessar miklu verðhækkanir, ekki bara á matvöru heldur vörum almennt," sagði Jóhannes í samtali við Vísi.

Aðspurður hvaða hugmyndir um aðgerðir hann myndi hafa í farteskinu á fundinn sagðist Jóhannes vilja greina frá þeim fyrst á fundinum á eftir. Hér væri á ferðinni samráðsfundur þar sem menn myndu ræða ýmsar leiðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×