Innlent

Sjóbirtingsveiðin hafin

Sjóbirtingsveiði hófst í morgun á öllum hefðbundnum veiðistöðum fyrir sjóbirting nema í Varmá í Ölfusi. Þar er enn verið að meta afleiðingar mengunarslyssins í fyrra þegar klór frá sundlauginni í Hveragerði barst út í ánna. Heldur færri urriðum er nú landað ár eftir ár en áður og bleikju hefur fækkað mikið síðastliðin fimm ár án þess að vísindalegar skýringar séu á því.

En allt að einu, þá fagna margir veiðimenn því að geta loks dýft öngli fyrir fisk og fjöldi fiska skiptir ekki öllu máli þar sem menn stunda veiðarnar ekki í ábataskyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×