Innlent

Síðasta verk Magnúsar á Landspítalanum

Í dag var undirritaður samningur milli Landspítala og Þjóðkirkjunnar um klínískt sálgæslunám guðfræði- og djáknanema á Landspítala. Þjóðkirkjan mun leggja til árlega jafngildi 50% launa prests við spítalann til kennslu í klínískri sálgæslu. Landspítali tekur að sér að skapa tilhlýðilegar aðstæður fyrir verklega kennslu í klínískri sálgæslu.

Það voru Karl Sigurbjörnsson biskup og Magnús Pétursson forstjóri Landspítalans sem undirrituðu samningin en Magnús hafði á orði að því tilefni að þetta væri hans síðasta verk sem forstjóri spítalans en hann lét af störfum í dag eftir að níu ára starf.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×