Innlent

Rafmagnið á innan klukkustundar

Rafmagnslaust hefur verið í Mosfellsbæ.
Rafmagnslaust hefur verið í Mosfellsbæ.

Vonast er til að hægt verði að koma rafmagni á að nýju í Mosfellsbæ, Kjalarnesi, hluta Grafarvogs og í Grafarholti innan klukkustundar. Bilun varð í 132 kv aðalæð háspennu við Spöngina um hádegisbil í dag.

Við það kom mikið högg inn á kerfið sem varð til þess að Nesjavallalínu sló út og hefur ekki tekist að koma henni inn aftur. Svo vill til að verið var að vinna að viðhaldi á háspennustreng frá Geithálsi að tengivirkinu í Korpu og því var hann ekki tiltækur til þess að tengja framhjá biluninni og mynda þá hringtenginu sem alltaf er í kerfinu.

Verið er að vinna að því að koma þeirri tengingu á að nýju, sem gæti tekið um klukkustund skv. upplýsingum Landsnets.

Á fjórða tug þúsunda íbúa eru á þessu svæði og fjöldi fyrirtækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×