Innlent

Sautján ára dæmdur fyrir tölvu- og bílstuld

Sautján ára piltur var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið bæði tölvum og bíl.

Hann braust inn í Gaulverjaskóla í Flóahreppi í félagi við annan mann í janúar í fyrra og hafði á brott með sér fimm fartvölur að andvirði um hálfa milljón króna. Hugðust þeir koma tölvunum úr landi með DHL-hraðsendingu. Mennirnir komust á vettvang á bíl sem þeir stálu í vesturbæ Reykjavíkur.

Pilturinn játaði á sig brotin en litið var til þess að hann var 16 ára þegar brotin voru framin. Þá var einnig horft til þess að mennirnir hugðust koma þýfinu úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×