Innlent

Slóðir slömmlordanna skoðaðar

Fjöldi fólks gekk um slóðir slömmlordanna með Birnu Þórðardóttur í dag. Birna rekur fyrirtækið menningarfylgd og gengur um götur borgarinnar með gesti og lýsir því sem fyrir ber. Vanalega sýnir hún gestum sínum menningarverðmæti borgarinnar en í dag var göngutúrinn aðeins frábrugnari.

Birna segir borgina líta út eins og eftir sprengjuárás, þar sé ekkert líf enda slömmlordarnir búnir að hertaka hana. Hún segir borgaryfirvöld verða að taka málin í sínar hendur og gera vel við dömuna Reykjavík, koma fram við hana eins og sannri dömu sæmir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×