Innlent

Björn viðstaddur kjöllagningu nýs varðskips

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, var í dag viðstaddur kjöllagningu nýs og fullkomins varðskips Landhelgisgæslunnar. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu kemur fram að kjöllagningin hafi farið fram við hátíðlega athöfn í Asmar skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile.

„Markaði athöfnin upphafið að eiginlegri smíði skipsins. Skipið verður afhent fullbúið á haustmánuðum 2009 og mun það marka þáttaskil í starfsemi Landhelgisgæslu Íslands."

Þá kemur fram að í ferðinni hafi Björn meðal annars átt fund með José Goñi Carrasco, varnarmálaráðherra Chile. „Jafnframt heimsótti hann höfuðstöðvar landhelgisgæslu Chile og kynnti sér þar rafrænt eftirlits-, skráningar- og tilkynningarkerfi gæslunnar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×