Vörubílstjórar teppa umferð í Ártúnsbrekku 27. mars 2008 14:49 MYND/Egill Löng vörubílaröð liggur frá Grensásvegi til bensínstöðvar N1 í Ártúnsbrekku á leiðinni út úr bænum og eru miklar umferðartafir af þessum sökum. Vörubílstjórar sem eru óánægðir með hátt olíugjald og háar sektir Vegagerðarinnar ákváðu að teppa umferð í brekkunni með því að leggja bílum sínum á veginn.Að sögn Páls Pálssonar, forsvarsmanns hagsmunasamtaka vörubílstjóra sem stofnuð voru á dögunum, er mikill hiti í mönnum. Hann segir mótmælin í dag ekki að frumkvæði samtakanna heldur hafi hópur vörubílstjóra ákveðið að taka málin í sínar hendur. Verið sé að mótmæla hækkandi olíuverði og gjaldheimtu ríkisins af vörubílstjórum.„Olían er orðin dýr og við borgum það sama og fólk setur á bílana sína. Við borgum þungaskatt af bílunum, sem eru um 14 krónur á hvern ekinn kílómetra hjá 44 tonna bíl. Svo borgum við líka þungaskatt af olíunni. Menn eru alveg gáttaðir á því hvernig hægt er að tvískatta okkur," segir Páll og bendir á að það sé hagur almennings að álögur ríkisins á vörubílstjóra verði lækkaðar.Páll bætir við að vörubílstjórar séu einnig mjög ósáttir við það hvernig Vegagerðin sekti menn fyrir að aka lengur en reglugerð heimili. „Við megum keyra í fjóra og hálfan tíma og ef við stoppum ekki á mínútunni erum við sektaðir. Hvergi nokkurs staðar annars staðar er fólk skikkað til að fara í mat á tilteknum tíma," segir Páll og telur mikilvægt að ná eyrum stjórnvalda.Páll segir vörubílsstjórum verulega heitt í hamsi. „Á fundi sem við héldum á dögunum voru menn mjög harðir. Menn ræddu jafnvel um að fara að fordæmi Frakka og losa skít á tröppur Alþingishússins, svo heitt var þeim í hamsi," segir Páll.Vörubílstjórar hittusst í Skútuvogi og öku þaðan upp í Ártúnsbrekku. Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Löng vörubílaröð liggur frá Grensásvegi til bensínstöðvar N1 í Ártúnsbrekku á leiðinni út úr bænum og eru miklar umferðartafir af þessum sökum. Vörubílstjórar sem eru óánægðir með hátt olíugjald og háar sektir Vegagerðarinnar ákváðu að teppa umferð í brekkunni með því að leggja bílum sínum á veginn.Að sögn Páls Pálssonar, forsvarsmanns hagsmunasamtaka vörubílstjóra sem stofnuð voru á dögunum, er mikill hiti í mönnum. Hann segir mótmælin í dag ekki að frumkvæði samtakanna heldur hafi hópur vörubílstjóra ákveðið að taka málin í sínar hendur. Verið sé að mótmæla hækkandi olíuverði og gjaldheimtu ríkisins af vörubílstjórum.„Olían er orðin dýr og við borgum það sama og fólk setur á bílana sína. Við borgum þungaskatt af bílunum, sem eru um 14 krónur á hvern ekinn kílómetra hjá 44 tonna bíl. Svo borgum við líka þungaskatt af olíunni. Menn eru alveg gáttaðir á því hvernig hægt er að tvískatta okkur," segir Páll og bendir á að það sé hagur almennings að álögur ríkisins á vörubílstjóra verði lækkaðar.Páll bætir við að vörubílstjórar séu einnig mjög ósáttir við það hvernig Vegagerðin sekti menn fyrir að aka lengur en reglugerð heimili. „Við megum keyra í fjóra og hálfan tíma og ef við stoppum ekki á mínútunni erum við sektaðir. Hvergi nokkurs staðar annars staðar er fólk skikkað til að fara í mat á tilteknum tíma," segir Páll og telur mikilvægt að ná eyrum stjórnvalda.Páll segir vörubílsstjórum verulega heitt í hamsi. „Á fundi sem við héldum á dögunum voru menn mjög harðir. Menn ræddu jafnvel um að fara að fordæmi Frakka og losa skít á tröppur Alþingishússins, svo heitt var þeim í hamsi," segir Páll.Vörubílstjórar hittusst í Skútuvogi og öku þaðan upp í Ártúnsbrekku.
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira