Erlent

Lík dönsku hermannanna flutt heim

Flugvél danska flotans lenti með líkin í Skrydstrup í dag.
Flugvél danska flotans lenti með líkin í Skrydstrup í dag. Mynd/ AFP

Lík tveggja danskra hermanna sem féllu í sprengjuárás í Afganistan í síðustu viku voru flutt til Danmerkur nú um helgina. Flutningavél á vegum flugflotans lenti fyrripartinn í dag á flugvellinum í Skrydstrup þar sem haldin var smá minningarathöfn um þá föllnu. Mennirnir hétu Christian Jørgen Grundt Damholt og Sonny Kappel Jakobsen. Þeir voru hluti af friðargæsluteymi en voru myrtir í sjálfsmorðssprengjuárás þegar þeir voru á leið á markað í bænum Gereshk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×