Lífið

Heimildarmynd um Ketil Larsen

Ketill Larsen er einstakur persónuleiki að mati aðstandenda myndarinnar.
Ketill Larsen er einstakur persónuleiki að mati aðstandenda myndarinnar.

Heimildarmynd um Ketil Larsen fjöllistamann verður frumsýnd í Tjarnarbíó næsta sunnudag. Í myndinni, sem leikstýrt er af Joseph Marzolla og Tómas Lemarquis, er veruleikanum og ævintýralegum heimi sagnanna hans Ketils blandað saman á ógleymanlegann hátt. Í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar segir að Ketill sé einstakur persónuleiki sem búi yfir ótal sögum og óvenjulegum upplifunum. Hann sé sannur listamaður, trúr sjálfum sér og ljóðrænn í daglegum samskiptum. Sýningar verða í Tjarnarbíói sunnudaginn 16. mars kl. 15 og 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.