Fólk flykkist í Bónus og Krónuna 9. mars 2008 18:53 Íslendingar velja sem aldrei fyrr að kaupa í matinn í lágvöruverðsverslunum. Allt að hundrað prósent meiri sala hefur verið í sumum verslunum Krónunnar og umtalsvert meiri í Bónus. Þá er starfsmannasvelti matvörukeðjanna fyrir bí. Fréttastofa heldur áfram að rýna í neysluvenjur landsmanna í skugga niðursveiflu. Fjórða daginn í röð heldur fréttastofa Stöðvar 2 áfram að kanna hvort umræða um að góðærinu sé að ljúka hafi áhrif á hvernig fólk eyðir peningunum sínum. Enn sem komið er er fátt sem bendir til að krepputalið hafi bitið á landsmenn, hvorki okkur sem kaupum né þá sem flytja inn. Að minnsta kosti selst kampavín í stríðum straumum, kortavelta eykst, nýir bílar renna út og enn fleiri ilmvötn, snyrtivörur, sjónvörp og tímarit eru flutt inn til landsins en á sama tíma í fyrra. Færri eru þó að kaupa sér húsnæði þessar vikurnar en í fyrra. Í dag höfðum við samband við stjórnendur hjá stærstu matvörukeðjum landsins. Og þó að Íslendingar séu stundum skammaðir fyrir að vera ómeðvitaðir neytendur þá virðist sem menn séu að verða heldur meðvitaðri. Umtalsvert meiri sala var í janúar og febrúar hjá Bónus en á sama tíma í fyrra. Krónan hefur verið að bæta við sig verslunum og stækka. Uppundir hundrað prósent meiri sala var t.a.m. í Krónunni á Bíldshöfða sem stækkaði í fyrra og tugprósenta meiri sala í öllum Krónuverslunum. Stjórnendur hjá dýrari búðum eins og Nóatúni og Hagkaupum bera sig vel en þar er söluaukningin mun minni, þó hvorug keðjan væri tilbúin til að gefa upp prósentutölur. Þó var á þeim að skilja að salan á þessu ári væri nokkrum prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Manneklan var mikil hjá matvörukeðjunum í haust en hjá Bónus, Krónunni, Nóatúni og Hagkaupum er nánast fullmannað og nægar umsóknir berast. Umsækjendur eru margir íslenskir og eldri en áður. Eða eins og rekstrarstjóri Nóatúns sagði - þá er búið með starfsmannasveltið sem hrjáði verslanir til skamms tíma. Fréttir Innlent Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Íslendingar velja sem aldrei fyrr að kaupa í matinn í lágvöruverðsverslunum. Allt að hundrað prósent meiri sala hefur verið í sumum verslunum Krónunnar og umtalsvert meiri í Bónus. Þá er starfsmannasvelti matvörukeðjanna fyrir bí. Fréttastofa heldur áfram að rýna í neysluvenjur landsmanna í skugga niðursveiflu. Fjórða daginn í röð heldur fréttastofa Stöðvar 2 áfram að kanna hvort umræða um að góðærinu sé að ljúka hafi áhrif á hvernig fólk eyðir peningunum sínum. Enn sem komið er er fátt sem bendir til að krepputalið hafi bitið á landsmenn, hvorki okkur sem kaupum né þá sem flytja inn. Að minnsta kosti selst kampavín í stríðum straumum, kortavelta eykst, nýir bílar renna út og enn fleiri ilmvötn, snyrtivörur, sjónvörp og tímarit eru flutt inn til landsins en á sama tíma í fyrra. Færri eru þó að kaupa sér húsnæði þessar vikurnar en í fyrra. Í dag höfðum við samband við stjórnendur hjá stærstu matvörukeðjum landsins. Og þó að Íslendingar séu stundum skammaðir fyrir að vera ómeðvitaðir neytendur þá virðist sem menn séu að verða heldur meðvitaðri. Umtalsvert meiri sala var í janúar og febrúar hjá Bónus en á sama tíma í fyrra. Krónan hefur verið að bæta við sig verslunum og stækka. Uppundir hundrað prósent meiri sala var t.a.m. í Krónunni á Bíldshöfða sem stækkaði í fyrra og tugprósenta meiri sala í öllum Krónuverslunum. Stjórnendur hjá dýrari búðum eins og Nóatúni og Hagkaupum bera sig vel en þar er söluaukningin mun minni, þó hvorug keðjan væri tilbúin til að gefa upp prósentutölur. Þó var á þeim að skilja að salan á þessu ári væri nokkrum prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Manneklan var mikil hjá matvörukeðjunum í haust en hjá Bónus, Krónunni, Nóatúni og Hagkaupum er nánast fullmannað og nægar umsóknir berast. Umsækjendur eru margir íslenskir og eldri en áður. Eða eins og rekstrarstjóri Nóatúns sagði - þá er búið með starfsmannasveltið sem hrjáði verslanir til skamms tíma.
Fréttir Innlent Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira