Innlent

Ekki hægt að sanna eldsupptök í bruna á Kaffi Króki

MYND/Stöð 2

Ekki er hægt að færa óyggjandi sannanir fyrir eldsupptökum í bruna í einu sögufrægasta húsi Skagafjarðar um miðjan janúarmánuð.

Veitingastaðurinn Kaffi Krókur var þar til húsa og gjöreyðilagðist húsið í eldinum. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri hefur verið með málið til rannsóknar og er rannsókninni nánast lokið. Er niðurstaðan sú að ekki sé hægt að komast að eldsupptökum svo óyggjandi sé. Þær upplýsingar fengust hjá rannsóknardeildinni að ekkert bendi til saknæms athæfis í tengslum við brunann.

Húsið sem um ræðir var byggt á árunum 1880 til 1890 og var því nokkuð á annað hundrað ára gamalt. Það hefur hýst margvíslega starfsemi í áranna rás og í kjallara þess var meðal annars fyrsta svarthol eða fangageymsla Skagfirðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×