Innlent

Grásleppuvertíðin fer illa af stað

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Jón Sigurður

Grásleppuvertíðin við Reykjanes fer óvenju illa af stað. Aðeins einn bátur lagði netin við upphaf vertíðar, sem var um mánaðamótin, en fékk lítið sem ekkert.

Aðrir grásleppusjómenn hafa haldið að sér höndum vegna óánægju með verð sem í boði er. Aflaverðmæti af grásleppuvertíðinni í fyrra var um 725 milljónir króna, langmest fyrir hrognin, en þau eru aðallega seld til Svíþjóðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×