Innlent

Þrír sluppu lítt meiddir úr bílveltu

Þrír ungir menn sluppu lítið meiddir þegar bíll þeirra lenti á ljósastaur við hringtorgið á mótum Vesturlandsvegar og Korpúlfsstaðavegar í gærkvöldi.

Bíllinn braut niður staurinn og hafnaði á hvolfi ofan í skurði, tíu metra frá veginum. Þeir komust allir út úr bílnum af sjálfs dáðum, en voru fluttir á Slysadeild, þar sem gert var að sárum þeirra. Ljóst þykir að bílnum hafi verið ekið á mikilli ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×