Innlent

Breiðavíkurskýrsla tekin fyrir á næsta borgarráðsfundi

MYND/Pjetur

Breiðavíkurskýrslan svokallaða verður tekin fyrir á næsta borgaráðsfundi. Þetta kemur fram í fundargerð borgarráðs frá því í dag.

Það var Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, sem óskaði eftir því að skýrslan yrði tekin fyrir og að veitt yrði yfirlit yfir þau atriði í henni sem snúa að barnaverndarnefnd Reykjavíkur og Reykjavíkurborg.

Taldi hann meðal annars brýnt að svara því hvort tilefni væri til að kanna frekar hvort borgin væri skaðabótaskyld í málinu eða þörf væri á afsökunarbeiðni frá borginni vegna málsins. Fram hefur komið að frumvarp verði lagt fram á Alþingi þar sem lagt verður til að Breiðavíkurdrengirnir fái bætur fyrir vegna þeirrar illu meðferðar sem þeir sættu í Breiðavík.

Á fundi borgarráðs í dag lét Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs, bóka að að sjálfsögðu yrði orðið við erindi Dags og málið tekið á dagskrá næsta fundar borgarráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×