Innlent

ORF Líftækni fékk Nýsköpunarverðlaun

ORF Líftækni fékk í morgun Nýsköpunarverðlaunin. Það eru Rannís og Útflutningsráð sem veita þau.

Það var mikið um dýrðir við afhendinguna í morgun, en þetta er í 13. sinn sem verðlaunin eru veitt. ORF Líftækni var stofnað í seint á árinu 2000, en félagið vinnur að sameindaræktun. Hún hún byggist á því að nýta erfðatækni til að framleiða svokölluð sérvirk prótein í plöntum en umrædd prótein eru notuð við heilbrigðisrannsóknir og í efna- og lyfjaiðnaði.

Fram til þessa hafa þessi prótein einkum verið framleidd í bakteríum og spendýrafrumum, sem hefur ýmsa annmarka í för með sér, auk þess að vera erfið aðferð og kostnaðarsöm.

Í greinargerð með ákvörðuninni fyrir að veita ORF Líftækni verðlaunin segir að fyrirtækið hafi lagt áherslu á að hanna framleiðslukerfi sem sé öruggara en hefðbundin kerfi og ódýrara í rekstri. ORF Líftækni einbeitir sér að framleiðslu og sölu á svokölluðum vaxtarþáttum, sem er flokkur próteina sem er í hundraðavís í mannslíkamanum.

Vaxtarþættir eru notaðir í stofnfrumurannsóknum, krabbameinsrannsóknum, vefjaverkfræði og rannsóknum í ónæmisfræðum. Auk þess sem margir þeirra eru notaðir í lyf og lyfjaþróun og nýverið er farið að reyna þá í snyrtivörum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×