Innlent

Hugmyndir um mislæg gatnamót kynntar umhverfisráði

Mislægu gatnamótin við Kringlumýrar- og Miklubraut.
Mislægu gatnamótin við Kringlumýrar- og Miklubraut.

Hugmyndir sem kynntar voru fyrir umhverfis- og samgönguráði borgarinnar í gær gera ráð fyrir bæði stokki og hringtorgi á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Mislæg gatnamót á þessum stað eru aftur komin á dagskrá í borginni með nýjum meirihluta og var farið yfir lýsingu, kostnað og arðsemi framkvæmdanna á fundi ráðsins í gær.

Hugmyndirnar gera einnig ráð fyrir stokki frá Stakkahlíð og vestur fyrir Rauðarárstíg. Þá er enn fremur gert ráð fyrir hringtorgi á mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar. Í kynningunni á hugmyndum kom fram að fyrsta áfanga þessara framkvæmda mætti ná á árunum 2009-2011.

Nálgast má hugmyndirnar á vef umhverfis- og samgöngusviðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×