Innlent

Svifryk fimm sinnum yfir mengunarmörk í janúar á Akureyri

Svifryk fór fimm sinnum yfir mengunarmörkin á Akureyri í janúar. Það jafngildir nánast öllum mengunarkvóta ársins 2010.

Í dag snjóar og þá er loftið í bænum hreint en þegar hlánar og göturnar þorna versnar ástandið verulega samkvæmt mengunarmælingum við Glerárgötu.

Mikil umræða hefur orðið á Akureyri síðustu daga um hálkuvarnir og tilraunir bæjaryfirvalda að saltblanda sandinn sem borinn er á götur. Ekki er hefð fyrir saltaustri á Akureyri og hafa hundruð manna mótmælt saltinu þar sem það valdi tæringu og sé til óþurftar.

Svifryk á Akureyri er meira vandamál en í Reykjavík og fór alls 40 daga árið 2007 yfir mörkin. Nú í janúar á þessu ári sýna frumathuganir minnst 5 svarta daga. Bara í þessum eina mánuði rúmast nánast allur mengunarkvóti ársins 2010 en þá má svifryk aðeins fara sjö daga á ári upp fyrir heilsuverndarmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×