Innlent

Iceland Express ekki með lóð heldur aðstöðu

Matthías Imsland forstjóri IcelandExpress.
Matthías Imsland forstjóri IcelandExpress.

Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða segir að um villandi fréttaflutning hafi verið að ræða þegar greint var frá því í gær að IcelandExpress hefði fengið úthlutað lóð í Vatnsmýrinni fyrir starfssemi sína. Þeir Gísli Marteinn Baldursson og Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúar voru gestir í þættinum „Í bítið" í morgun. Þar komu þeir af fjöllum og staðhæfðu að þetta hafi aldrei komið inn á þeirra borð.

Hrafnhildur segir málið einfaldlega þannig vaxið að Flugstoðir sjái félaginu einfaldlega fyrir aðstöðu tímabundið þangað til fyrirhuguð samgöngumiðstöð verður tilbúin.

„Þeir hafa fengið aðstöðu hér hjá okkur," segir Hrfnhildur. „Við sjáum um að byggja aðstöðuna sem þeir fá svo til afnota þangað til samgöngumiðstöðin kemst í gagnið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×