Fótbolti

Manchester United kvartar undir laserbendlum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United.
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images (samsett mynd)

Manchester United segir að Cristiano Ronaldo hafi fengið lasergeisla í augað í upphitun fyrir leik liðsins gegn Lyon í Meistaradeild Evrópu í gær.

United hefur kvartað fomlega til Knattspyrnusambands Evrópu vegna notkun svokallaðra laserbendla hjá áhorfendum Lyon en svo virðist sem að þeir hafi reynt að trufla Ronaldo með því að beina geislanum í augun hans.

Sir Alex Ferguson staðfesti að þeir hafi látið UEFA vita af þessu fyrir leikinn í gær.

Ronaldo lék með liðinu í gær en var talsvert frá sínu besta. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.