Ólíðandi framkoma í Valhöll 12. febrúar 2008 15:54 Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands. Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að sú framkoma sem fjölmiðlar hafi mætt í Valhöll í gær, þar sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ávarpaði fjölmiðla, sé að hennar mati með öllu ólíðandi. Hún býst við að málið verði skoðað á vettvangi Blaðamannafélagsins. Töluverðrar óánægju hefur gætt meðal blaðamanna með framgöngu starfsmanna Sjálfstæðisflokksins fyrir fundinn í gær. Þá var blaðamönnum og ljósmyndurum meinað aðgangur að Vilhjálmi á meðan hann ræddi við fréttamenn ljósvakamiðla um stöðu sína í borginni, en sent var beint út frá fundinum á Vísi og hjá Sjónvarpinu og Ríkisútvarpinu. Eftir að Vilhjálmur hafði svarað ljósvakamiðlum var blaðamönnum prentmiðla leyft að ræða við Vilhjálm einn í einu. „Mér finnst þessi framkoma með öllu ólíðandi, að reyna að stjórna fjölmiðlaumfjöllun um málið. Þarna var kjörinn fulltrúi að tala um mál sem varðar almenning og að sjálfsögðu eiga allir miðlar að eiga rétt að ræða við borgarfulltrúann á þessum fundi. Það er ótrúlegt að þetta skuli gerast á 21. öldinni," segir Arna. Aðspurð segist hún í fljótu bragði ekki muna eftir öðru eins atviki. Málið skoðað á vettvangi Blaðamannafélagsins Arna var sjálf á staðnum sem blaðamaður Viðskiptablaðsins og mátti hún eins og starfsmenn annarra prentmiðla bíða eftir viðtali við oddvita sjálfstæðismanna. Aðspurð hvaða skýringar blaðamenn hafi fengið á þessum gjörðum segir Arna að þær hafi verið margar. „Meðal annars að þetta væri gert til þess að auðvelda okkur störfin," segir Arna. „Svo vorum við látin draga um það í hvaða röð blaðamenn fengju að ræða við Vilhjálm og þá einn í einu. Hver blaðamaður fékk um tíu mínútur og þegar við vorum að nálgast þann tíma kom starfsmaður flokksins til þess að sitja yfir okkur," segir Arna og á þar við framkvæmdastjóra borgarastjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.„Það er óþolandi að það sé verið að skammta tíma í viðtal við kjörinn fulltrúa um mál sem brennur á borgarbúum. Við vildum öll vera inni á sama tíma," segir Arna.Aðspurð hvort brugðist verði við þessu á vettvangi Blaðamannafélagsins segir Arna að málið verði að líkindum skoðað en engin ákvörðun hafi verið tekin um viðbrögð á þessari stundu. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Í ísbjarnareftirliti á Hornströndum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Sjá meira
Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að sú framkoma sem fjölmiðlar hafi mætt í Valhöll í gær, þar sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ávarpaði fjölmiðla, sé að hennar mati með öllu ólíðandi. Hún býst við að málið verði skoðað á vettvangi Blaðamannafélagsins. Töluverðrar óánægju hefur gætt meðal blaðamanna með framgöngu starfsmanna Sjálfstæðisflokksins fyrir fundinn í gær. Þá var blaðamönnum og ljósmyndurum meinað aðgangur að Vilhjálmi á meðan hann ræddi við fréttamenn ljósvakamiðla um stöðu sína í borginni, en sent var beint út frá fundinum á Vísi og hjá Sjónvarpinu og Ríkisútvarpinu. Eftir að Vilhjálmur hafði svarað ljósvakamiðlum var blaðamönnum prentmiðla leyft að ræða við Vilhjálm einn í einu. „Mér finnst þessi framkoma með öllu ólíðandi, að reyna að stjórna fjölmiðlaumfjöllun um málið. Þarna var kjörinn fulltrúi að tala um mál sem varðar almenning og að sjálfsögðu eiga allir miðlar að eiga rétt að ræða við borgarfulltrúann á þessum fundi. Það er ótrúlegt að þetta skuli gerast á 21. öldinni," segir Arna. Aðspurð segist hún í fljótu bragði ekki muna eftir öðru eins atviki. Málið skoðað á vettvangi Blaðamannafélagsins Arna var sjálf á staðnum sem blaðamaður Viðskiptablaðsins og mátti hún eins og starfsmenn annarra prentmiðla bíða eftir viðtali við oddvita sjálfstæðismanna. Aðspurð hvaða skýringar blaðamenn hafi fengið á þessum gjörðum segir Arna að þær hafi verið margar. „Meðal annars að þetta væri gert til þess að auðvelda okkur störfin," segir Arna. „Svo vorum við látin draga um það í hvaða röð blaðamenn fengju að ræða við Vilhjálm og þá einn í einu. Hver blaðamaður fékk um tíu mínútur og þegar við vorum að nálgast þann tíma kom starfsmaður flokksins til þess að sitja yfir okkur," segir Arna og á þar við framkvæmdastjóra borgarastjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.„Það er óþolandi að það sé verið að skammta tíma í viðtal við kjörinn fulltrúa um mál sem brennur á borgarbúum. Við vildum öll vera inni á sama tíma," segir Arna.Aðspurð hvort brugðist verði við þessu á vettvangi Blaðamannafélagsins segir Arna að málið verði að líkindum skoðað en engin ákvörðun hafi verið tekin um viðbrögð á þessari stundu.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Í ísbjarnareftirliti á Hornströndum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Sjá meira