Innlent

Slæmar aðstæður til leitar - Notast við nætursjónauka

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að aðstæður til leitar að Cessna vélinni sem fór í sjóinn um 50 sjómílum vestur Keflavík klukkan 16:10 í dag séu slæmar.

Einn Bandaríkjamaður var í vélinni.

Leitin heldur hins vegar áfram frá skipum og þyrlum með nætursjónauka. TF-LIF sem verið hefur við leit í dag er kominn aftur til lands og á eftir að taka ákvörðun um hvort hún verði ræst út aftur.

Við leitina nú er Fokker-vél gæslunnar og björgunarþyrlan TF-GNA auk allra björgunarbáta Slysavarnafélagsins Landsbjargar af svæðinu frá Reykjavík til Grindavíkur

Skyggni er slæmt á leitarsvæðinu auk þess sem ölduhæð er mikil, eða allt upp í fimm metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×