Stór flutningabíll valt á norðanverðri Holtavörðuheiði nú undir kvöld og er vegurinn því tepptur að hluta. Þó er hægt að fara framhjá óhappinu. Mikil hálka er á veginum og biður Vegagerðin vegfarendur um að sýna fyllstu aðgát.
Á Suður- og Vesturlandi eru víðast hvar hálka eða hálkublettir.
Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka er á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku.
Á Vestfjörðum er ófært um Eyrarfjall. Hálka og snjóþekja er á öllum helstu leiðum.
Á Norður- og Norðausturlandi er víða snjóþekja, hálka, skafrenningur og éljagangur. Skafrenningur og hálka er á Vatnsskarði, hálka og éljagangur er á Öxnadalsheiði og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum.
Á Austurlandi er víðast hvar hálka og víða skafrenningur. Snjóþekja og skafrenningur er á Fjarðarheiði, Fagradal og á Oddskarði.
Á Suðausturlandi er hálka eða hálkublettir.
Valt á Holtavörðuheiði
