Eftirlitsaðilar bregðist við brotum á reykingabanni 1. febrúar 2008 17:01 MYND/GVA Heilbrigðisráðuneytið hefur sent út bréf til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga, Vinnueftirlitsins, Flugmálastjórnar og Siglingamálastofnunar, lögregluembætta, Umhverfisstofnunar og Lýðheilsustöðvar þar sem fram kemur hvernig hægt sé að bregðast við brotum á lögum um tóbaksvarnir.Bréfið er sent í kjölfar þess að nokkrir staðir í miðbæ Reykjavíkur tóku upp á því að heimila reykingar til þess að mótmæla því að ekki mætti koma upp reykherbergjum á stöðunum. Umhverfissvið borgarinnar óskaði eftir því að ráðuneytið skýrði hvaða þvingunarúrræði væru til staðar til þess að bregðast við brotum á lögunum og hefur ráðuneytið nú sent bréf til eftirlitsaðilanna þessa efnis.Í því er bent á að meginregla laga um tóbaksvarnir sé að reykingar séu óheimilar á vinnustöðum. Þó er heimilt að hafa sérstakt afdrep fyrir tóbaksreykingar enda hafi almenningur ekki aðgang að þeim. Heimild þessi gildir jafnt fyrir stofnanir, að frátöldum heilbrigðisstofnunum og skólum, þ.e. leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, og fyrirtæki.Ráðuneytið bendir á að samkvæmt lögum geti heilbrigðisnefndir veitt áminningu og frest til úrbóita, beitt dagsektum og svipt staði starfsleyfi. Þá geti Vinnueftirlitið krafist úrbóta og lagfæringa á ólögmætu ástandi, beitt dagsektum ef úrbótum er ekki sinnt og stöðvað vinnu eða lokað starfsemi ef í harðbakkan slær.Þá geti lögregla svipt leyfishafa rekstrarleyfi verði hann uppvís að því að misnota rekstrarleyfið eða vanrækja skyldur sem á honum hvíla samkvæmt lögunum eða öðrum lögum, þar með talið lögum um tóbaksvarnir.Beinir heilbrigðisráðuneytið því til eftirlitsstjórnvalda að bregðast við brotum á tóbaksvarnalögum í samræmi við heimildir sínar að lögum. Þá beinir ráðuneytið því sérstaklega til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga og Vinnueftirlits ríkisins að þau tilkynni lögreglu um öll brot sem þau verða áskynja um við framkvæmd eftirlits með því að virt séu ákvæði tóbaksvarnalaga.Bréf heilbrigðisráðuneytisins má sjá hér að neðan. Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur sent út bréf til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga, Vinnueftirlitsins, Flugmálastjórnar og Siglingamálastofnunar, lögregluembætta, Umhverfisstofnunar og Lýðheilsustöðvar þar sem fram kemur hvernig hægt sé að bregðast við brotum á lögum um tóbaksvarnir.Bréfið er sent í kjölfar þess að nokkrir staðir í miðbæ Reykjavíkur tóku upp á því að heimila reykingar til þess að mótmæla því að ekki mætti koma upp reykherbergjum á stöðunum. Umhverfissvið borgarinnar óskaði eftir því að ráðuneytið skýrði hvaða þvingunarúrræði væru til staðar til þess að bregðast við brotum á lögunum og hefur ráðuneytið nú sent bréf til eftirlitsaðilanna þessa efnis.Í því er bent á að meginregla laga um tóbaksvarnir sé að reykingar séu óheimilar á vinnustöðum. Þó er heimilt að hafa sérstakt afdrep fyrir tóbaksreykingar enda hafi almenningur ekki aðgang að þeim. Heimild þessi gildir jafnt fyrir stofnanir, að frátöldum heilbrigðisstofnunum og skólum, þ.e. leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, og fyrirtæki.Ráðuneytið bendir á að samkvæmt lögum geti heilbrigðisnefndir veitt áminningu og frest til úrbóita, beitt dagsektum og svipt staði starfsleyfi. Þá geti Vinnueftirlitið krafist úrbóta og lagfæringa á ólögmætu ástandi, beitt dagsektum ef úrbótum er ekki sinnt og stöðvað vinnu eða lokað starfsemi ef í harðbakkan slær.Þá geti lögregla svipt leyfishafa rekstrarleyfi verði hann uppvís að því að misnota rekstrarleyfið eða vanrækja skyldur sem á honum hvíla samkvæmt lögunum eða öðrum lögum, þar með talið lögum um tóbaksvarnir.Beinir heilbrigðisráðuneytið því til eftirlitsstjórnvalda að bregðast við brotum á tóbaksvarnalögum í samræmi við heimildir sínar að lögum. Þá beinir ráðuneytið því sérstaklega til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga og Vinnueftirlits ríkisins að þau tilkynni lögreglu um öll brot sem þau verða áskynja um við framkvæmd eftirlits með því að virt séu ákvæði tóbaksvarnalaga.Bréf heilbrigðisráðuneytisins má sjá hér að neðan.
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira