Eftirlitsaðilar bregðist við brotum á reykingabanni 1. febrúar 2008 17:01 MYND/GVA Heilbrigðisráðuneytið hefur sent út bréf til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga, Vinnueftirlitsins, Flugmálastjórnar og Siglingamálastofnunar, lögregluembætta, Umhverfisstofnunar og Lýðheilsustöðvar þar sem fram kemur hvernig hægt sé að bregðast við brotum á lögum um tóbaksvarnir.Bréfið er sent í kjölfar þess að nokkrir staðir í miðbæ Reykjavíkur tóku upp á því að heimila reykingar til þess að mótmæla því að ekki mætti koma upp reykherbergjum á stöðunum. Umhverfissvið borgarinnar óskaði eftir því að ráðuneytið skýrði hvaða þvingunarúrræði væru til staðar til þess að bregðast við brotum á lögunum og hefur ráðuneytið nú sent bréf til eftirlitsaðilanna þessa efnis.Í því er bent á að meginregla laga um tóbaksvarnir sé að reykingar séu óheimilar á vinnustöðum. Þó er heimilt að hafa sérstakt afdrep fyrir tóbaksreykingar enda hafi almenningur ekki aðgang að þeim. Heimild þessi gildir jafnt fyrir stofnanir, að frátöldum heilbrigðisstofnunum og skólum, þ.e. leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, og fyrirtæki.Ráðuneytið bendir á að samkvæmt lögum geti heilbrigðisnefndir veitt áminningu og frest til úrbóita, beitt dagsektum og svipt staði starfsleyfi. Þá geti Vinnueftirlitið krafist úrbóta og lagfæringa á ólögmætu ástandi, beitt dagsektum ef úrbótum er ekki sinnt og stöðvað vinnu eða lokað starfsemi ef í harðbakkan slær.Þá geti lögregla svipt leyfishafa rekstrarleyfi verði hann uppvís að því að misnota rekstrarleyfið eða vanrækja skyldur sem á honum hvíla samkvæmt lögunum eða öðrum lögum, þar með talið lögum um tóbaksvarnir.Beinir heilbrigðisráðuneytið því til eftirlitsstjórnvalda að bregðast við brotum á tóbaksvarnalögum í samræmi við heimildir sínar að lögum. Þá beinir ráðuneytið því sérstaklega til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga og Vinnueftirlits ríkisins að þau tilkynni lögreglu um öll brot sem þau verða áskynja um við framkvæmd eftirlits með því að virt séu ákvæði tóbaksvarnalaga.Bréf heilbrigðisráðuneytisins má sjá hér að neðan. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur sent út bréf til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga, Vinnueftirlitsins, Flugmálastjórnar og Siglingamálastofnunar, lögregluembætta, Umhverfisstofnunar og Lýðheilsustöðvar þar sem fram kemur hvernig hægt sé að bregðast við brotum á lögum um tóbaksvarnir.Bréfið er sent í kjölfar þess að nokkrir staðir í miðbæ Reykjavíkur tóku upp á því að heimila reykingar til þess að mótmæla því að ekki mætti koma upp reykherbergjum á stöðunum. Umhverfissvið borgarinnar óskaði eftir því að ráðuneytið skýrði hvaða þvingunarúrræði væru til staðar til þess að bregðast við brotum á lögunum og hefur ráðuneytið nú sent bréf til eftirlitsaðilanna þessa efnis.Í því er bent á að meginregla laga um tóbaksvarnir sé að reykingar séu óheimilar á vinnustöðum. Þó er heimilt að hafa sérstakt afdrep fyrir tóbaksreykingar enda hafi almenningur ekki aðgang að þeim. Heimild þessi gildir jafnt fyrir stofnanir, að frátöldum heilbrigðisstofnunum og skólum, þ.e. leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, og fyrirtæki.Ráðuneytið bendir á að samkvæmt lögum geti heilbrigðisnefndir veitt áminningu og frest til úrbóita, beitt dagsektum og svipt staði starfsleyfi. Þá geti Vinnueftirlitið krafist úrbóta og lagfæringa á ólögmætu ástandi, beitt dagsektum ef úrbótum er ekki sinnt og stöðvað vinnu eða lokað starfsemi ef í harðbakkan slær.Þá geti lögregla svipt leyfishafa rekstrarleyfi verði hann uppvís að því að misnota rekstrarleyfið eða vanrækja skyldur sem á honum hvíla samkvæmt lögunum eða öðrum lögum, þar með talið lögum um tóbaksvarnir.Beinir heilbrigðisráðuneytið því til eftirlitsstjórnvalda að bregðast við brotum á tóbaksvarnalögum í samræmi við heimildir sínar að lögum. Þá beinir ráðuneytið því sérstaklega til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga og Vinnueftirlits ríkisins að þau tilkynni lögreglu um öll brot sem þau verða áskynja um við framkvæmd eftirlits með því að virt séu ákvæði tóbaksvarnalaga.Bréf heilbrigðisráðuneytisins má sjá hér að neðan.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira