Innlent

Launavandræði á Hvarfi bænum að kenna

Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar.
Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar.

Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, segir það bæjarkerfinu að kenna að ekki voru til peningar til þess að greiða starfsfólki á leikskólanum Hvarfi laun í morgun. Hann segir að reikningur sem bærinn átti að greiða hafi ekki verið greiddur og því hafi rekstraraðilar leikskólans ekki átt fyrir launakostnaði.

Starfsfólk leikskólans hringdi í foreldra barnanna á Hvarfi í dag og bað um að þau yrðu sótt þar sem ekki væri búið að greiða laun.

„Þegar fréttir bárust af vandræðunum var gengið í að finna þennan reikning og greiða hann," segir Þór. „Eitt símtal frá Hvarfi hefði komið í veg fyrir að foreldrar hefðu þurft að verða fyrir óþægindum," bætir Þór við.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×