Fimm ára fangelsi fyrir Jón 31. janúar 2008 17:09 Jón Pétursson Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir hinum hálfsextuga Jóni Péturssyni. Jón er dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að beita þáverandi sambýliskonu sína hrottalegu ofbeldi í desember síðastliðnum, halda henni nauðugri í íbúð þeirra í hátt í heilan sólarhring og nauðga henni. Jón var í október 2006 einnig dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir sambærileg brot. Hann beið þess að hæstaréttardómur gengi í málinu þegar hann framdi síðasta brotið. Árásin átti sér stað aðfaranótt 3. desember. Jón hafði þá átt í sambandi við konuna í sex mánuði. Hann kom ölvaður heim til sín á miðnætti og reiddist konunni mjög vegna þess að hún hafði átt í samskiptum við annan karlmann. Hann gekk rakleiðis að henni og sló hana hnefahöggi í andlitið. Eftir nokkrar barsmíðar dró hann hana á hárinu inn í svefnherbergi og skipaði henni að afklæðast. Hún átti sér engrar undankomu auðið þar sem átt hafði verið við svefnherbergishurðina. Í framhaldinu barði hann hana ítrekað með krepptum hnefa og flötum lófa, ógnaði henni með kjötexi og búrhnífi og sló hana með flötum blöðum axarinnar og hnífsins. Þá nauðgaði hann henni. Misþyrmingarnar stóðu fram undir hádegi næsta dag. Jón var ákærður fyrir að nauðga konunni í tvígang, en aðeins tókst að sanna aðra nauðgunina. Þá var hann ákærður fyrir að hafa nokkrum sinnum haldið kodda fyrir andliti hennar þar til hún var við það að missa meðvitund. Ekki tókst að sanna það. Konan yfirgaf íbúðina ekki fyrr en að morgni 5. desember, þar sem hún var að eigin sögn í of annarlegu ástandi til þess það sem eftir lifði dagsins sem misþyrmingunum lauk. Jón játaði að hafa barið konuna, en sagði samfarir hafa verið með hennar vilja og neitaði að hafa notað eggvopn við misþyrmingarnar. Telur dómurinn að hegðun Jóns undanfarin ár megi rekja til mikillar áfengisneyslu. Auk fangelsisvistarinnar var Jón dæmdur til að greiða konunni eina og hálfa milljón króna í bætur. Konan sem Jón Pétursson misþyrmdi varð fyrir miklum líkamlegum og andlegum skaða við misþyrmingum. Dagana eftir árásina var hún ráðvillt og sýndi dofa í viðbrögðum. Þegar hún leitaði á neyðarmóttöku var hún í losti og mjög vöðvaspennt, að því er fram kemur í dómi. Læknir sem skoðaði hana sagði hana í miklu áfalli og ástand hennar hafi verið eins og einstaklings sem sloppið hefði úr lífsháska. Konan þurfti á meðferð að halda eftir árásina, upplifði ofsaótta og niðurlægingu í kjölfarið og þjáðist af áfallastreituröskun. Segir í dómnum að óvíst sé hvort hún muni ná sér að fullu. Þá hlaut hún gríðarmikla líkamlega áverka. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir hinum hálfsextuga Jóni Péturssyni. Jón er dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að beita þáverandi sambýliskonu sína hrottalegu ofbeldi í desember síðastliðnum, halda henni nauðugri í íbúð þeirra í hátt í heilan sólarhring og nauðga henni. Jón var í október 2006 einnig dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir sambærileg brot. Hann beið þess að hæstaréttardómur gengi í málinu þegar hann framdi síðasta brotið. Árásin átti sér stað aðfaranótt 3. desember. Jón hafði þá átt í sambandi við konuna í sex mánuði. Hann kom ölvaður heim til sín á miðnætti og reiddist konunni mjög vegna þess að hún hafði átt í samskiptum við annan karlmann. Hann gekk rakleiðis að henni og sló hana hnefahöggi í andlitið. Eftir nokkrar barsmíðar dró hann hana á hárinu inn í svefnherbergi og skipaði henni að afklæðast. Hún átti sér engrar undankomu auðið þar sem átt hafði verið við svefnherbergishurðina. Í framhaldinu barði hann hana ítrekað með krepptum hnefa og flötum lófa, ógnaði henni með kjötexi og búrhnífi og sló hana með flötum blöðum axarinnar og hnífsins. Þá nauðgaði hann henni. Misþyrmingarnar stóðu fram undir hádegi næsta dag. Jón var ákærður fyrir að nauðga konunni í tvígang, en aðeins tókst að sanna aðra nauðgunina. Þá var hann ákærður fyrir að hafa nokkrum sinnum haldið kodda fyrir andliti hennar þar til hún var við það að missa meðvitund. Ekki tókst að sanna það. Konan yfirgaf íbúðina ekki fyrr en að morgni 5. desember, þar sem hún var að eigin sögn í of annarlegu ástandi til þess það sem eftir lifði dagsins sem misþyrmingunum lauk. Jón játaði að hafa barið konuna, en sagði samfarir hafa verið með hennar vilja og neitaði að hafa notað eggvopn við misþyrmingarnar. Telur dómurinn að hegðun Jóns undanfarin ár megi rekja til mikillar áfengisneyslu. Auk fangelsisvistarinnar var Jón dæmdur til að greiða konunni eina og hálfa milljón króna í bætur. Konan sem Jón Pétursson misþyrmdi varð fyrir miklum líkamlegum og andlegum skaða við misþyrmingum. Dagana eftir árásina var hún ráðvillt og sýndi dofa í viðbrögðum. Þegar hún leitaði á neyðarmóttöku var hún í losti og mjög vöðvaspennt, að því er fram kemur í dómi. Læknir sem skoðaði hana sagði hana í miklu áfalli og ástand hennar hafi verið eins og einstaklings sem sloppið hefði úr lífsháska. Konan þurfti á meðferð að halda eftir árásina, upplifði ofsaótta og niðurlægingu í kjölfarið og þjáðist af áfallastreituröskun. Segir í dómnum að óvíst sé hvort hún muni ná sér að fullu. Þá hlaut hún gríðarmikla líkamlega áverka.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira