Innlent

ASÍ reki mál á hendur HB Granda

MYND/Eiríkur Kristófersson

Alþýðusamband Íslands mun að líkindum reka mál fyrir hönd Verkalýðsfélags Akraness sem hygst stefna HB Granda fyrir að virða ekki lög um hópuppsagnir í tengslum við uppsagnir hjá félaginu á Akranesi.

Eins og fram hefur komið ákvað HB Grandi að segja upp öllum starfsmönnum í landvinnslu á Akranesi, alls um 60 manns, og verður þriðjungur ráðinn aftur. Segir á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness að starfsmennirnir hafi fengið uppsagnarbréf send heim til sín í gærkvöld.

Verkalýðsfélagið segir enn fremur að það verði að teljast ótrúleg framkoma og virðingarleysi af hálfu forsvarsmanna HB Granda að hunsa lög um hópuppsagnir með jafn skýrum hætti og nú hafi gerst. HB Grandi hafi ekki sinnt lögbundnu upplýsinga- og samráðsferli í tengslum við uppsagnirnar. Það liggi fyrir að málið muni enda fyrir dómstólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×