Innlent

Árás á lögreglumenn til ríkissaksóknara á morgun

MYND/GVA

Mál fimm Litháa, sem réðust að lögreglumönnum við skyldustörf aðfaranótt föstudagsins 11. janúar, verður að líkindum sent ríkissaksóknara á morgun. Þetta segir Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Mennirnir fimm, sem eru á aldrinum 19-25 ára, voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald eftir árásina en þeir eru nú í farbanni til 1. febrúar.

Þrír þeirra voru handteknir á vettvangi en tveir á heimili sínu í Reykjavík. Þurftu fjórir lögreglumenn að leita sér aðhlynningar á slysadeild eftir árásina og voru tveir þeirra voru fluttir þangað með sjúkrabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×