Innlent

Fulltrúi HB Granda á fund bæjarstjórnar í dag

Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Grandi.
Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Grandi.

Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, hyggst fara á fund bæjarstjórnar Akraness í dag sem boðað hefur verið til til þess að ræða boðaðar uppsagnir HB Granda í landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi.

Auk fulltrúa HB Granda hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og þinmenn Norðvesturkjördæmis verið boðaðir á bæjarstjórnarfundinn sem hefst klukkan sex.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur HB Grandi uppi áform um að segja upp nærri 60 manns í landvinnslunni á Akranesi og verður um þriðjungur ráðinn aftur. Hafa bæði bæjaryfirvöld og Verkalýðsfélag Akraness hvatt stjórnendur HB Granda til að endurskoða þá ákvörðun og boðið fram aðstoð sína í tengslum við það.

Stjórn HB Granda fundaði í morgun vegna málsins þar sem taka átti endanlega ákvörðun. Eggert B. Guðmundsson forstjóri sagði í samtali við Vísi að von væri á yfirlýsingu frá fyrirtækinu síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×