Innlent

Farið fram á farbann yfir Litháum vegna árásar á lögreglumenn

MYND/GVA

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á farbann yfir Litháunum fimm sem grunaðir eru um að hafa ráðist á fíkniefnalögreglumenn í miðbæ Reykjavíkur fyrir rúmri viku. Dómstólar fjalla sem stendur um farbannskröfuna.

Mennirnir fimm hafa setið í gæsluvarðhaldi frá föstudeginum 11. janúar og rannsókn á málinu er langt komin að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns. Hann reiknar með að málið verði sent saksóknara fljótlega eftir helgi.

Fjórir lögreglumenn þurftu að leitað aðhlynningar eftir árás Litháanna og er einn lögreglumannanna frá vinnu vegna árásarinnar. Þrír Litháanna voru handteknir á vettvangi en tveir á heimili sínu. Fimmmenningarnir eru á aldrinum 19-25 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×