Innlent

Gönguskíðafæri í Heiðmörk

MYND/Valli

Gönguskíðafæri er í Heiðmörk eftir að snjó hefur kyngt þar niður síðustu daga. Fram kemur í tilkynningu að skíðafærið sé það allra besta sem komið hafi í nokkur ár.

Búið er að troða skíðabrautir á svæðinu frá Elliðavatnsbænum og upp á Elliðavatnsheiði. Eru allir velkomnir í Heiðmörk en þeim sem ekki ætla að fara um á skíðum er bent á að ganga heldur um í Vífilsstaðahlíð, Hjalladal og Rauðhólum.

Skíðabrautir eyðileggast þegar farið er um þær fótgangandi og bent er á að það sé aðeins nokkra dagar á ári sem skíðafæri sé á þessum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×