Innlent

Fundu hass við húsleit í Hveragerði

Lögreglan á Selfossi fann lítilræði af hassi við húsleit í Hveragerði í nótt. Einn maður var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann var svo yfirheyrður í dag vegna þessa máls og annara sem lágu fyrir.

Síðar þessa nótt höfðu lögreglumenn afskipti af ökumanni þar sem hann var í akstri við Ölfusárbrú. Ökumaðurinn bar einkenni um að vera undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn og færður til sýnatöku og yfirheyrslu.

Farþegi sem var í bifreiðinni var með fíkniefni í fórum sínum og hann var einnig handtekinn og yfirheyrður. Mennirnir voru látnir lausir að yfirheyrslum loknum og mun mál þeirra verða send til saksóknar til ákvörðunar um framhald, eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×