Innlent

Sögufrægt hús eyðilagðist í eldsvoða

Eitt sögufrægasta hús í Skagafirði, þar sem Kaffi Krókur var til húsa, gjöreyðilagðist í eldi í nótt.

Eldsins varð vart laust fyrir klukkan eitt og logaði mikill eldur í suður stafni hússins þegar slökkvilið Sauðárkróks kom á vettvang. Kallaður var út stór vörubíll með krabba, til að rjúfa þakið svo komist yrði að eldinum á efri hæð hússins.

En þrátt fyrir allt er efrihæðin alveg brunin og það sem eftir er af húsinu er talið gjör ónýtt. Slökkvistarfi lauk um klukkan þrjú í nótt. Eldsupptök eru enn ókunn.

Húsið var byggt á árunum 1880 til 1890 og var því nokkuð á annað hundrað ára gamalt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×