Innlent

Íbúasamtök álykta

Í framhaldi af bæjarstjórnarfundi á Seltjarnarnesi í gær komu "Íbúasamtök um lágreista byggð í Bygggörðum, austan Gróttu" saman til fundar síðdegis í dag. Á fundinum var samþykkt meðfylgjandi ályktun.

Íbúasamtökin telja að skipulagsmál Seltjarnaness hafi þróast í rétta átt með ákvörðun bæjarstjórnar í gær um að auglýsa ekki framkomna deiliskipulagstillögu Þyrpingar h.f. fyrir Bygggarða og óbyggt landsvæði austan við Gróttu. Tillagan gerir ráð fyrir tíu þriggja til fjögurra hæða blokkum og einni tveggja hæða blokk, samtals yfir 180 íbúðum, sem myndi fjölga íbúum sveitarfélagsins um meira en 10% með tilheyrandi aukingu á umferð. Bygggarðasvæðið og það viðbótarlandsvæði sem fyrirhugað er að leggja undir byggð í tillögunni er mikilvægur hluti af vestursvæði Setljarnarness sem er ómetanleg náttúru- og útivistaperla og því eru miklir framtíðarhagsmunir í húfi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×