Innlent

Níu ár í klóm handrukkara

Í bítinu á Bylgjunni í morgun ræddu Heimir og Kolla við föður ungs manns sem var í fjölda ára í klóm handrukkara. Þetta hófst fyrir um tíu árum þegar sonur hans hóf dreifingu á lyfjum en þegar lögreglan náði honum og gerði lyfin upptæk, komst hann í skuld við eigendur þeirra. Þannig hófst vítahringurinn.

Hann segir son sinn hafa meðal annars verið margoft úlnliðsbrotinn og þá hafi hann verið brenndur með sígarettum.

Að hans mati felst vandamálið í því að það eru bara litlu karlarnir sem nást, ekki þeir stóru sem fái alltaf sitt. Þeir neyta ekki þessara lyfja, þar sem þeir vita að það er bein leið til helvítis.

Aðspurður um mögulegar aðgerðir segir hann forvarnir helsta vopnið auk þess sem hann vill að lögreglan fái frjálsari hendur til að fylgja ábendingum eftir. Á sínum tíma ráðlagði lögreglan fjölskyldunni að borga, hefði hún tök á því, en að hans sögn er það ágætislausn, svo framarlega sem krakkarnir hætti.

Hægt er að hlusta á spjallið á síðunni:  http://www.bylgjan.is/?PageID=1857




Fleiri fréttir

Sjá meira


×