Lífið

Íslendingar eyddu rúmum milljarði í bíóferðir

Astrópía var vinsælasta bíómyndin árið 2007.
Astrópía var vinsælasta bíómyndin árið 2007.

Íslendingar eru allra þjóða duglegastir að fara í bíó, og fer hvert mannsbarn að meðaltali 4,8 sinnum á ári í kvikmyndahús. Á síðasta ári keyptu landsmenn tæpa eina og hálfa milljón bíómiða fyrir 1.104.938.460 - rúman milljarð króna.



Í tilkynningu frá SMÁÍS kemur fram að aðsóknin jókst um tvö prósent frá árinu 2006. Íslenskar myndir hafa um níu prósent markaðshluteild, og voru þrjár íslenskar myndir á listanum yfir 20 vinsælustu myndir ársins. Rúm áttatíu prósent seldra miða voru á bandarískar bíómyndir, en myndir frá öðrum löndum áttu um níu prósent af markaðnum.



Á hinum norðurlöndunum - þeim markaði sem er líkastur okkar eigin - er búist við að dragi saman í aðsókn, þó innlend framleiðsla haldi sínu striki. Þannig dróst til dæmis aðsókn saman um tíu prósent í Noregi. Í Bretlandi varð þó 8 prósenta aukning, og í Bandaríkjunum 10 prósent.

TEKJUHÆSTU MYNDIRNAR 2007



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.