Innlent

Mesta umferðaróhappahrina í borginni í mörg ár

Um það bil fimmtíu umferðaróhöpp voru skráð hjá lögreglunn á höfuðborgarsvæðinu í gær, sem er mesta óhappahrina á einum degi í mörg ár, og ef til vill til þessa.

Þá er lögreglu kunnugt um að í þónokkrum tilvikum fylltu ökumenn sjálfir út tjónaskýrslur, án aðstoðar lögreglu, þannig að heildar fjöldinn er enn meiri en skráður er í bækur lögreglunnar.

Ljóst er að heildar eignatjón er mikið, þó ekki yrði stór tjón í neinu tilviki. Hinsvegar meiddust sára fáir sem í bílunum voru, og engin alvarlega, eftir því sem Vísir kemst næst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×