Innlent

Sektuð fyrir að slá til strætóbílstjóra

MYND/GVA

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu til að greiða 30 þúsund króna sekt fyrir að ráðast á strætisvagnastjóra og slá hann í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli við nefið og mar á kinn og kinnbeini.

Eftir því sem fram kemur í dómnum var konan í bíl í Hafnarfirði og líkaði illa aksturslag strætisvagnabílstjórans. Ók hún upp að strætisvagninum þegar hann stöðvaði við Fjörð í Hafnarfirði og hóf að ausa svívirðingum yfir bílstjórann. Eftir því sem bílstjórinn og vitni segja sló hún síðan bílstjórann með fyrrgreindum afleiðingum en hann tók utan um konuna og bar hana út úr bílnum.

Konan bar því við að strætisvagnabílstjórinn hefði ráðist á sig og hún hefði verið að verja sig en út frá framburði bílstjórans og vitnis þótti dómnum komin fram sönnun um að konan hefði ráðist á bílstjórann. Var hún því sakfelld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×