Innlent

Frjálslyndar konur senda ríkisstjórninni tóninn

Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að flokkarnir sjái til þess að vinna hefjist nú þegar við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins, í ljósi niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í málaleitan.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu. Þær benda einnig á frumvarp sem þingmenn flokksins hafa flutt þing eftir þing allt frá stofnun flokksins. „Samþykkt þess hefði að öllum likindum gert það að verkum að ákveðin grunnmannréttindi væru í gildi hér á landi," segir í yfirlýsingunni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×